top of page

HELLEN PANORAMA 

Lóðin liggur í fjallshlíð og hefur fallegt útsýni yfir fjörðinn og innsiglinguna inn í höfnina í Bergen. Mikill hæðarmunur er á lóðinni og er hann leystur bæði með múrum og amfitröppum. Utan við aðalinnganginn eru litlar amfitröppur, sem nýtast sem (samkomu)punktur fyrir íbúa hússins. Þaðan er aðgangur að efri garðinum, sem í raun er þakgarður.  Í þakgarðinum er leikvöllur, bekkir, skrautrunnar og stórir fletir sem henta vel fyrir grillveislur og annað slíkt. Neðan við húsið er þar að auki stórt garðrými með amfi, opnum grasflötum og tengingu við náttúruleg svæði. 

© 2015 by H. Birgir Halldórsson LANDSLAGSARKITEKT.

bottom of page